Mig vantar hjálp með windows kerfið, því rétt í þessu ákvað það að gefast upp.
Þegar ég starta vélinni þá getur explorer.exe ekki farið í gang. Þ.a.l. er svoldið mikið vesen af reyna að afrita/backup þau gögn sem þarf af vélinni bókhald og önnur mjög mikilvæg gögn.
ég get farið á netið og gert í rauninni allt í vélini fyrir utna að nota explorer, kemst ekki beint inn á harðadiskinn en ég get farið t.d. í word og opnað skrár þar. Ég ætlaði mér að reyna að fara einhverja bakleið í gegnum kerfið til þess að afrita gögn inn á usb kubb, en þá lokar kerið á mig, ég kemst ekki inn á kubbinn.
Er einhver leið til þess að vafra í gegnum harðadisking, afrita af honum og opna kubbinn án þess að nota explorer?
Bætt við 5. janúar 2008 - 13:20
Longu buinn ad redda tessu :)