Ég hef verið að kynna mér þetta því að Mac OS er alveg ágætt stýrikerfi. En samt er Windows og Linux betra. Það eru til nokkur forrit sem kallast emultor sem maður getur náð í. Vinsælustu forritin eru Basilisk II og vMac. Sem eru ókeypis. Hægt er að fnna þau á http://www.emaculation.com/. En það er eitt vandamál. Þú þarft að eiga ROM skrá sem þú tekur úr Machintos tölvu. Það er mjög erfitt að finna svona skrár á netinu en ég fann eina síðu sem hefur svona skrár.
Hún er á slóðinni: http://h14me.yi.org/~macroms/HardDisk.asp

Ég nota þetta ekki oft nema þegar ég prófa gömlu Machintos leikina mína.

Það á líka að vera hægt að fara í Machintos í gegnum Linux. En ég á ekki Linux.
—————————————