Er nýbúinn að setja upp windows xp á borðtölvunni heima.

Málið er það að þegar ég ýti á t.d. Internet Explorer í gegnum start menu eftir að ég hef kveikt á henni þá frýs start menuinn á smá tíma alveg eins og áður en ég valdi Internet Explorer, ég sé Internet Explorer iconið í start menuinum blátt og valið eins og maður sé með músina yfir því. Svo get ég farið bara í iTunes og java forritið mitt eins og ég vill á meðan og tölvan lætur eins og hún sé ekki að gera neitt, en svo 1-2min eftir að ég er búinn að ýta á IE í start menuinum þá opnast IE loksins.

Þetta gerist líka með explorer, sýnist þetta gerast aðallega þegar ég opna t.d. notepad fæla en annars gerist þetta oft.
Ég er búinn að láta TuneUp renna gegnum tölvuna með öllu og updata gegnum windows eins og ég get en samt lætur hún svona. Hefur einhver hugmynd um hvað er vandamálið?

Viktor.