Ég hef tweakað margar stillingarnar sjálfur tekið út ýmsar services sem engin þörf er á o.s.frv til þess að auka afköst. Einnig hef ég sett upp svona optimization forrit og eitt þeirra greinilega disablaði Normal start menu og setti classic, svo þegar ég ætla að hægri klikka á start menu og properties þá er einungis hægt að velja classic menu. Það er smá eyða fyrir ofan en það er eins og það hafi verið fært burt eitthver leið til þess að setja venjulega start á aftur?
Svo er hitt vandamálið en það er einfaldlega það að ef ég ætla að opna Control Panel þá hættir Explorer að responda og kemur upp með að nú muni Windows Explorer restarta ég kemst bara með engu móti inní control panel.
Eitthver með lausn fyrir bæði eða annað hvort vandamálið ?