Jájá,
Málið er þannig að ég er enn þá á Windows98 og hef mikinn áhuga á að uppfæra vélina í annað hvort Windows2000 eða WindowsXP.
En það virðist ekki ælta að vera mér eitthvað auðvelt verk, þrátt fyrir hversu auðvelt það er að setja upp nýtt OS. Ég hef gert margar tilraunir til að setja Windows2000 á vélina og eina tilraun til að setja WindowsXP, en sama vandamálið kemur í báðum setupunum.
Vandamálið er þannig:
Ég er með algjörlega tóman HD í tölvunni sem ég ætla að setja OSið á. Ég boota vélina af geisladisk, Windows2000 bootable cd eða XP og gengur það allt vel. Ég fer inní dos setupið og set upp partion og síðan koperar setupið fileana sem þarf til að komast í annað stigið í setupinu (þar sem maður fær að lesa allskyns texta um OSið og möguleika þess og svona). Þegar ég er kominn eitthvað á veg í því setupi, þeas. í öðru stigi , þá allt í einu biður það mig um að setja geisladiskinn í geisladrifið því það vill fá filea af honum. Við þetta verð ég alveg furðulostinn því ég er auðvitað búinn að vera að setja OSið inn af geisladisknum allan tímann. Ég reyni allt sem ég get til finna út hvað er að og þá kemur í ljós að ég er ekki með nein geisladrif í windowsinu. Ég þá prufa að endurræsa vélinni og þá sé ég að geisladrifin sjást í BIOS. Ég prufa allt sem ég get til að fá þetta inn en ekkert gengur. Þannig ég verð að nota einhverjar aðrar aðferðir við að setja OSið inn.
Ég prufa að hafa tvo HDa í tölvunni, annan með I386 folderinu og hinn tóman. Setupið klárast og hún biður mig ekki um neitt þetta sinn. Ég kemst inn í OS-ið alveg villulaust. En samt sem áður sjást engin geisladrif. Enn og aftur sjást geisladrifin í BIOS og við það reyni ég allt sem ég get til að fá þau sett upp. Ég prufa að láta tölvuna leita að hardware og prufa að setja upp drifin án þess að hún sjái þau en ekkert virkar. Þessi aðferð sem sagt skilar ekki árangri heldur.
Á þessu öll verð ég svo lítið pirraður þar sem bæði geisladrifin mín sjást í windows98 og taldi ég að þau myndu gera það sama í nýrri gerðum af OS-um. Ég er nú búinn að vera á sama OS-i í örugglega 3-4 ár og tel ég tími til kominn að uppfæra í annað hvort Windows2000 eða XP. Ég get ekki farið í neitt unix based því ég þarf að nota forrit sem tengjast grafískrihönnun sem ekki er hægt að nota í unix/linux.
Ég hef margann manninn sagt þessa sögu og allir standa jafn mikið á gati og ég geri. Þannig nú leitast ég til ykkar.
Ég gæti vel þegið allar hugmyndir sem þið hafið um hvað er til ráða. Mér er sama hversu vitlausar hugmyndirnar eru ef þær skil mér árangri þá er ég sáttur. :)

Allavega, með von um góð viðbrögð.
Davíð Þórisson.