Daginn! Ég er í smá veseni með vírusvarnarforrit.

Atm. er ég að nota NOD32 vírusvörnina, ZoneAlarm eldvegginn, skanna vélina með Spyware Doctor á tveggja daga fresti eða svo og hreinsa registry'ið með TuneUp 2007.

Svo ákvað ég að skanna vélina online bara svona “uppá funnið” og fæ þessa útkomu:

Total number of scanned objects 56349
Number of viruses found 5
Number of infected objects 8
Number of suspicious objects 0
Duration of the scan process 00:43:57

Ég sem hélt að ég væri með einhverjar solid varnir, en greinilega ekki…

Mæliði með einhverju öðru eða er ég bara að gera einhverja vitleisu?

Btw. ef þið viljið get ég sett inn log'ið á vírusscanninu.