Já, ég vissi það reyndar, en það voru fleiri vandamál. Veistu, verð bara að deila sögunni.
Byrja á því að gera backup, fínt mál. Hendi XP disknum i drifið, kemst að því að það finnur ekki diskanna. Hugsa strax að þetta sé vegna SATA - Fer á síðu HP, finn tölvuna mina, engir driverar fyrir XP fyrir harðadiskinn. Jæja, tjekka framleiðandann, neibb, engir driverar yfir höfuð á síðunni þeirra, né á google. Varla minnst á diskanna(Sem eru sama tegund, 2x 160gb) þar.
Jæja, last resort er að tala við fæðingarhálfvitana sem starfa sem online operators hjá HP.
Tala við eina sem kallaði sig “Maya” - Hún gaf mér leiðbeiningar um að fara í BIOSinn og taka af ‘SATA Native support’ og svo finna driver á hp.com fyrir XP, og setja hann á floppy disk. Jújú, hljómar allt gúd, nema það að:
1) Það er ekkert sem heitir að taka af SATA Native support í BIOSnum á þessari fartölvu.
2) Það er ekkert floppy drif á þessari fartölvu - Mjög flókið að komast að því, get ég ímyndað mér. -_-
3) Það voru engir driverar fyrir XP á hp.com.
Ég tala svo við annan sem supplyar bara helv. vista driverana, og gefur mér svo sömu leiðbeiningar í sambandi við BIOSinn - Frábært, náði ekki einu sinni að benda honum á það að væri enginn helvítis valmöguleiki í BIOSnum neinstaðar sem héti það. Ég update-aði að meira segja BIOSinn.
Þar nennti ég þessu ekki lengur. Sagði honum bara að láta sig hverfa áður en ég myndi leita hann uppi og rota hann með alfræðiorðabók fyrir tölvur og lokaði glugganum á hann.
En ætla hins vegar að reyna að redda mér USB floppy drifi og reyna að testa þetta án þess að gera þetta í BIOSnum.
HP eru alveg frábærir, eh?