Ég keypti fyrir alls ekki löngu síðan nýja borðtölvu með windows vista home premium. Nú allt gekk vel þangað til að í þessari viku fékk ég eitthvað asnalegt vandamál með nettengingu sem var svo kjánalegt og óþolandi að eiga við að ég ákvað að mig langar bara að reinstalla stýrikerfinu.
Nú, ég googla “Reinstall Windows Vista” og fæ nokkra mjög góða guides en þeir gera allir eitthvað ráð fyrir “Dual-Boot with XP”. Ég er að pæla hvort ég sé með það þegar ég keypti bara tölvuna með Vista home premium?
Einnig var ég að pæla þegar ég reinstalla þarf ég að taka stýrikerfið útaf harða disknum og installa það svo eða er einhver “reinstall” option þegar ég boota disknum sem ég fékk með tölvunni?
Thx in advance :)