Ég er einn af þeim sem að settu upp windows XP á sínum tíma með þokkalegum árangri. Ég er einnig einn af þeim sem að náði mér í tweaking utilites og hefði ég betur látið það ógert. Ég er enginn tweak kunnáttumaður, en ég er nýjungagjarn og sífellt á höttunum eftir nýjum ævintýrum. Það var ekki til sá hlutur í tölvunni minni sem að ég tweak-aði ekki. Það fyrsta sem gaf sig var 17“ monitor, hann höndlaði ekki álagið. Það næsta sem að fór úrskeiðis var Geforce 2 kortið sem að ég keypti í seinustu viku. Til þess að bregðast við þessu, ákvað ég að setja þetta allt upp aftur og format-aði c: drifið eftir að hafa kóperað 4 ára gögn yfir á annan disk sem að áður keyrði linux partition. Mér var ómögulegt að keyra upp stýrikerfi á tölvunni fyrr en mér hugkvæmdist það að taka bios-inn úr sambandi og hreinsa hann út. Eftir það gat ég sett upp windows xp á nýjan leik eftir tveggja daga göngu í táradal bláskjás. Eigi síður náði ég ekki að bjarga hinum disknum sem að geymir gögnin mín þar sem að partion-ið er svo til ólesanlegt af einhverjum orsökum. Spurning mín er þessi: ”hvernig kemst ég inn á diskinn til að bjarga þeim gögnum sem þar eru geymd." Ég veit að til eru hin og þessi utility sem að bjarga gögnum frá t.d dos, en ég veit ekki hvað gæti reynst mér best. Ég óska eftir hjálp, þar sem að ég játa mig sigraðan.
Með fyrirfram þökk Promazin