Fyrst skulum við finna MAC addressuna á vélinni sem þú ert að fara að nota. Það er gert með því að:
Win2000 & XP = Start > Run slá þar inn cmd og ýta á OK. Skrifa skal þar inn ipconfig /all og undir Physical Adress er MAC talan þín.
Win98 & ME = Start > Run slá þar inn command og ýta á OK. Skrifa skal þar inn ipconfig /all og undir Physical Adress er MAC talan þín.
Það er mikilvægt að taka Physical Address af netkortinu sem þú ert að nota.
Næst þarf að tengja sig inná routerinn og er það gert með því að opna einhvern vafra (t.d. Internet Explorer) og skrifað inn
http://192.168.1.1 og svo er slegið inn það lykilorð sem valið var þegar router var stilltur í fyrsta skiptið (DEFAULT = admin).
Ef http://192.168.1.1 virkar ekki, þá skrifarðu í CMD “ipconfig /all” og lest hvaða tala stendur í “Default Gateway” og notar hana ef það er eitthvað vesen.Þegar komið er inn ferðu í LAN -> Static DHCP.
Þarna geturðu stillt hvaða IP tölu netkortið þitt á að fá frá routernum. Semsagt, setur MAC adressuna þar sem MAC dálkurinn er, og IP töluna í hægri dálkinum. “It's as simple as that” Þegar búið er að stilla þetta er ýtt á Apply og síðan bara “Log Out”
Gangi þér vel ;)