Ég er að nota Windows 98, afhverju? Ég veit ekki. En allaveganna þá er ég ekki vel að mér um innriheim tölva og mín tölva lætur stundum illa. Hún er hlaðin af forritum og slíku dóti og aðeins 2 gb eftir á harðadisknum. Öll forrit virka vel á henni en það er annað að segja um leiki, þeir vilja detta út með bláumskjá og öðrum leiðindum í nær öll skipti sem ég reyni að spila þá. Tölvan er líka með 256 + 128 í ram svo að það ætti ekki að vera vandamál. Ég held að þetta gæti tengst því hvað það er lítið plás eftir á Harða. Getur einhver kannski bent mér á eitthvað sem ég get gert?


Er windows XP stabilla og kannski betri kostur yfir höfuð? Er hægt að nota öll forrit t.d. 3dStudio Max o.fl. með því?