Explorer.exe
Alltaf þegar ég starta tölvunni minni (Acer lappi) þá get ég ekki ýtt á neitt í start barinu, kemur alltaf bara svona “ping” hljóð (kemur oft í windows þegar þú mátt ekki smella á eitthvað án þess að loka einhverju örðu fyrst td.) og ég þarf alltaf að fara í task manager og loka explorer.exe og fara svo File og New task (Run) og opna explorer.exe aftur og þá virkar allt. Veit ekkert hvort þetta sé vírus eða bara bögg í windowsinu, ég er með NOD32 og hún hefur ekkert verið að tjá sig neitt og ég er líka með tune up sem skannar fyrir flestum göllum í windows og það finnur ekkert. Hefur einhver lennt í þessu? Hvernig get ég losnað við þetta (og þeir sem hafa ekkert betra að segja en bara “format” meiga bara sleppa því að svara, kemur ekki til greina að tapa öllu sem er á tölvunni)