Sko… hef mikið verið að fikta í þessu áður.
IP tölunetið sem ég er að nota er 10.0.0.xxx subnetið sem ég nota er 255.255.255.0
Ég er með IP töluna 10.0.0.100 hin vélin er með 10.0.0.101 og eru auðvitað báðar á sama subneti.
Báðar vélar eru í sama workgroupi. Báðar vélar keyra windows 2000 með nákvæmlega sömu protocolunum. Er með TCP/IP, Client for ms networks , file and printing sharing.
Málið er bara það að þegar ég tengi þessar vélar saman með crossover virkar þetta. Get pingað frá báðum vélum og accessað allt. Bara alltí fína lagi. Svo tek ég venjulegar TP snúrur tengi frá vélunum í hubbin. ( Einsog ég sagði er hubbinn ekki bilaður/ónýtur því er búinn að prófa annan sem virkar heima hjá vini mínum núna. Ég var að fá TP snúrur lánaðar hjá vini mínum sem voru volgar þegar ég fékk þær ( ekki crossover, búinn að athuga).
Bara það er þetta sem ég er ekki að skilja. Afhverju í andskota virkar þetta þegar ég er með crossover en ekki þegar ég er með hub ?
Ég held að þetta sé einhvað kjaftæði með netspjaldið mitt ( 3com 905B-TX en veit samt ekki, er að prófa nýja drivera og einhvað kjaftæði).
Hubbið er 10base en þegar maður tengir með crossover er það auðvitað 100base. Ég heyrði að maður þyrfti að stilla netspjaldið á 10base í properties en ég kíkti þangað og það var stillt á Auto. Prófaði samt að stilla á 10base (prófaði bæði half og full duplex)
Ég er orðinn heiladaufur sko… vantar meira brennivín :P