Það sem þú ert að spyrja um eru nefnilega mjög merkilegir hlutir, en ég skal svara þér þeim mjög vinsamlega.
Áður en þú setur Windows XP upp þá skaltu fyrst kanna vél og hugbúnað tölvunnar. Síðan sem þú ferð á er www.microsoft.com/hcl, og þar getur þú séð allan þann vélbúnað sem mun og á að virka í XP. Í öðru lagi er hugbúnaðarpakki frá microsoft sem kemur með Windows XP , sem skannar tölvuna þína, bæði vélbúnað og hugbúnað.
Ef að það kemur ekkert fram þar, þá er mjög öruggt að tölvan eigi að virka eftir Windows XP setupið.
Þegar þú ferð í setupið , þá connectar setupið inn á microsoft síðuna og kannar hvort að það séu einhverjar uppfærslur á setupinu.
Og þegar það er komið þá bara bíður þú í ca. 30 til 45 mínútur og lætur þetta keyrast automatískt.
Varðandi næstu spurningu um System Restore , þá er það mjög góður hlutur og hann VIRKAR í Windows XP. System Restore er mjög gott öryggistól.
Segjum sem svo að þú ert að setja einhverja nýja drivera(rekla) fyrir Windows XP og allt í einu hættir tölvan að vinna(crash). Og við skulum hafa það að þú komist ekki aftur í Windows XP þ.e.a.s. normal startup. Þá ferðu inn í Safe-Mode og þar inn í System Restore og ferð þ.a.l. aftur til baka á staðinn áður en þú settir þessa nýju drivera. Þannig virkar System Restore, semsagt ef eitthvað bjátar á, þá geturðu alltaf farið inn í System Restore og gert þetta og þá hefurðu bjargað tölvunni þinni. Þetta er mín reynsla af þessu , því að System Restore birtist fyrst í Windows Millenium en í XP þá er gjörsamlega búið að breyta vinnslu System Restore, það er integratað í Windows.
Og þegar þú setur upp forrit eða eitthvað annað , þá býr tölvan til Restore Point(svæði á harða disknum) þannig í raun ertu alltaf öruggur.
Útgáfurnar sem þú getur keypt út í búð heita Windows XP home og Windows XP Professional. Það er ekki mikill munur á þessum tveimur útgáfum en Windows XP home er hugsað sérstaklega fyrir heimanotandann en Professional er hugsað fyrir fyrirtæki og stofnanir. Windows XP Professional er dýrari en home því að í Professional hafa bæst miklir möguleikar sem eru ekki í home eins og remote assistance o.s.frv. En að öðru leyti eru þessar tvær útgáfur eins. Semsagt munurinn á milli Windows XP Professional og Home er allur búnaðurinn sem fylgir. Ef þú vilt sjá allan mun á þessum útgáfum þá geturðu farið á,
http://www.microsoft.com/windowsxp/home/howtobuy/choosing2.asp.Ég verð að segja að þetta stýrikerfi er það besta sem völ er á á markaðinum í dag!
Það er hægt að cracka allt og sleppt því að þurfa að hringja eða activata stýrikerfið.