Ég keypti mér Windows Vista sama dag og það kom út. Innstallaði því og voðalega kátur og Vista leit mjög vel út og fullt af flottum fídusum.
En!
Í síðustu viku gafst ég samt sem áður upp á Vista og formataði og setti XP upp aftur.
Það er nú bara einusinni þannig að það virkar ekki nokkur skapaður hlutur í Vista. Nennti nú ekki að bíða í allt að hálft ár eftir SP1 svo ég ákvað bara að fara back to basic leiðina og setti XP upp aftur.
Í vinnunni minni geri ég mikið af útvarpsauglýsingum til dæmis. En til þess að auðvelda mér vinnuna og gefa mér fleirri möguleika er ég búinn að koma mér upp fullkomnu upptökustúdíó hérna heima fyrir auglýsingagerð (get ekki tekið upp heila hljómsveit) Og aðal hljóðkortið í tölvunni minni virkaði ekki. Heldur bara þetta innbyggða í móðurborðinu. Þannig nei ég gat þess vegna ekki tengt mixerinn við tölvuna. M-Box 2 virkarði ekki. Pro Tols virkaði ekki. Sony Vegas 6.0 virkaði ekki.
Þannig ég gat ekkert gert hérna heima.
En núna er mér þetta allt mögulegt aftur og er ég himinlifandi. Vista pakkinn er bara kominn uppí hillu og innstalla ég því síðar. Þegar ég er viss um að allir þessir hlutir virki sem ég þarf að hafa virka.
Hafa fleiri gert þetta, að hætta við Vista og setja XP upp aftur?
Cinemeccanica