það sem ég myndi persónulega gera fyrir mig er að forsníða (e. format) diskinn og setja upp hreina uppsetningu (e. clean install). Græðir bara pláss á því með því losna við gamla kerfið.
Annar möguleikinn væri að fikta í boot.ini skránni og breyta henni þannig að hún ræsi það kerfi sem þú vilt fara beint í.
Dæmi um boot.ini skrá með tveimur kerfum liti t.d. út eins og:
[boot loader]
timeout=30
default=multi(0)disk(1)rdisk(0)partition(1)\WINDOWS
[operating systems]
multi(0)disk(1)rdisk(0)partition(1)\WINDOWS=“Windows XP Professional” /fastdetect
multi(0)disk(0)rdisk(0)partition(2)\WINNT=“Windows 2000 Professional” /fastdetect
hérna sérðu kerfið bjóða uppá XP annars vegar og 2000 hins vegar og að notandinn hefur 30 sek. til að velja. Það sem þú þyrftir einfaldlega að gera er að velja þá diskasneið (e. partition) sem þú vilt að kerfið ræsi sem sjálfgefið (e. default) og stytta 30 sek. niður í 0. Þá ætti tölvan að ræsa strax það kerfi sem þú vilt, í þessu tilviki XP sem er á diskasneið 1.
Þar sem ég nenni
ómögulega að fara út í hvernig það er gert ætla ég að vísa í hjálparsíður M$ svo þú getur klórað þig áfram ef þú kýst þessa aðferð frekar en þá fyrri:
The purpose of the Boot.ini file in Windows XPHow to edit the Boot.ini file in Windows XPGangi þér vel.