Ég hef nú ekki skoðað Vista nóguvel til að vera 100% á þessu. En svo lengi sem þú ert með Windows XP patch-að, SP2 og allir nýjustu patch-ar þá er dual core stuðningur í XP.
Annað mál er hinsvegar með hugbúnað, driver-a og leiki, en mjög lítið hlutfall af því er með stuðning fyrir multi-threaded processing, semsagt fleirri en einn örgjörva.
Það hafa komið upp tilfelli þar sem leikir og annar hugbúnaður er til vandræða á dual core örgjörvum þar sem leikurinn eða forritið kann ekki að velja bara annan kjarnan og er þess vegna alltaf hoppandi á milli, það veldur hægagangi og stundum einnig að tölvan frjósi. Þetta á þó að vera búið að laga með patch í XP.
Þar sem að multi core örgjörvar voru hafðir í huga að vissu leit þegar það var verið að gera Vista þá er alveg möguleiki á að Vista geti nýtt sér dual core betur en XP. En í það minnsta þá er það ekki rétt að það sé ekki Dual Core stuðningur í Windows XP.
Ég er með XP MCE og hef ekki lent í neinum vandræðum með að keyra leiki á henni, en ég nota hana reyndar voða lítið fyrir leiki, nota hana meira fyrir hljóð og myndvinnslu.
Ætli maður bíði ekki aðeins með að uppfæra, ekki eins og hún sé slow hjá manni.
Forrit sem að geta nýtt sér tvo kjarna gera það samt sem áður jafnvel þó að stýrikerfið sjálft nýti aðeins einn. Ef mér skjátlast ekki er það bara windows Xp professional sem að nýtir sér báða kjarnana. Þú ættir ekki að finna mikið fyrir þessu. VISTA er eitthvað hraðvirkara þar sem að microsoft hafa hugsað fyrir nýrri tækni eins og dual core örgjörvum. Sé samt enga ástæðu til þess að skipta strax og mun sjálfur ekki snerta VISTA þagnað til að þeir laga alla þessa galla sem komið hafa upp. Held að það sé lang sniðugast að býða eftir fyrsta service pakkanum áður en maður uppfærir.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..