Ég var að spá, hvað er að hjá mér.. Nú er ég kominn með Windows Vista og allt virkar allveg þvílíkt. Áður en ég setti Vista inn var ég náttúrlega bara með Win XP. En nú virðist Sound Blaster XFI kortið bara vera gjörsamlega dottið út af tölvunni. Það er auðvitað allveg í tölvunni í PCI rauf eins og venjulega. En tölvan finnur það ekki.

Búinn að reyna að innstalla driverunum en þá virðist bara eins og ég sé að reyna að innstalla þessum driverum á tölvu sem er ekki með þessu korti. Hitt innbyggða kortið í móðurborðinu virkar allveg fín. Bara tengið á því er með sambandsleysi svo ég nota það ekki neitt og get í raun ekki notað það. Þannig ég get ekki hlustað á neina tónlist úr tölvunni.

Hvað getur verið að?
Cinemeccanica