OK þetta hlýtur að vera eitthvað smávægilegt stillingamál eða eitthvað en ég er ekki að átta mig á því hvað þetta er.
Þú ert væntanlega búinn að fara í gegn um wireless network setup wizard og ekkert komið út úr því ?
Ef ekkert gengur hjá þér þá er bara að leita sér aðstoðar með vélina með því að fara með hana á verkstæði eða eitt sem gæti dugað þér … hvar ertu með adsl þjónustu ? Stundum redda þeir fólki með að setja þetta upp fyrir fólk og það kostar ekki neitt allavega veit ég að siminn hefur gert það.
Á sumum vélum er takki til að kveikja og slökkva á wireless (ég veit að ég er að tala við þig eins og þú vitir ekkert, en ég veit ekkert hvað þú kannt)
Sumar ferðavélar þurfa sérstakt forrit til að keyra wireless net td.intel wireless drasl sem ég lenti einusinni í en ef þú hefur skoðað heimsíðuna með driverana og allt það fyrir þessa vél þá ættirðu að vera búinn að finna út úr því.