Sælir.
Ég sendi þráð hingað útaf MSN veseni. Fékk svar sem virkaði ekki og væri alveg til í að fá annað ef einhverjir luma á einhverju.
Þráðurinn fyrir frekari upplýsingar:
http://www.hugi.is/windows/threads.php?page=view&contentId=4421338
Einnig þá er ég með fleiri vandamál. Windows bað mig um að installa Internet Explorer 7. Ég auðvitað fylgi því og hvað hafði ég uppúr því?
- Ekkert nema leiðindi. Vafrarinn virkar ekki. Hann segir að ég sé ekki tengdur netinu þegar að Firefox virkar.
Og þar með komum við að öðru vandamáli!
Ég var “beðinn” um að installa Firefox 2 og ég AUÐVITAÐ asnaðist í þá gildru.
Semsagt það sama gerðist með Firefox 2 og Internet Explorer 7.
Veit einhver hvað er að og er með einhverja lausn á vandamálinu?
- ATH. ég er núna að nota Firefox 1 svo ekkert vera sniðug-ar/ir.
Takk, Hörður Páll.