Er Windows XP eitthvað spes, nei segi ég (ekki láta mig byrja á öllum litunum, afhverju ekki bara nota einhverja 2-3 main liti ala MacOS X…. nei fullt af litum or rugli). Windows XP hefur lítið sem ekkert breyst seinustu 5 mánuði… Þegar FINAL Developer útgáfan að því kom. Sjur það er búið að vera einhverjir bug fixar en ekkert mikilvægt, en nú þegar þeir eru búnir að gefa þetta út er allt að fara í steik (eins og það sé eitthvað nýtt hjá M$), það eru nú þegar komnar 1 critical system upgrade og 7 minni hátta system upgrade, hvað var M$ starfsmenn að gera þegar það átti að vera að bug fixa XP? Telja peningana sem þeir eru búnir að hafa að Windows notendum í gegnum árin….

Svo getur Windows XP ekki einu sinni spilað alla DVD diska…. það er að hluta til disney að kenna en ég meina hversu mikið eru þeir búnir að breyta DVD spilunar eiginleikum stýrikerfisins?
(http://www.theregister.co.uk/content/4/22472.html)

Síðast en ekki síst vil ég skammast yfir verðinu….
18000 kall fyrir upgrade? come on og 30000 + skatt fyrir fullu útgáfuna, og það er bara fyrir heimilis útgáfuna, fyrirtækja útgáfan er mun dýrari… og ég sem ætlaði að prufa hvernig win xp virkaði í windows emulator á makka, en ég tími ekki að kaupa þetta rugl.

Óh jæja, loka niðurstaða Win XP er með óþolandi marga liti (hægt að laga með að velja gamla layoutið) og er enn með nokkuð mikið af villum en er þó betra en öll hin kefin…..