Ég er að lenda í veseni.
Eina msnið sem ég næ að skrá mig inná er Windows Msn, allt annað er ómögulegt.

Þegar ég reyni að skrá mig inná aðrar útgáfur þá kemur “Error Code: 80072efd”, semsagt: “Your firewall may be blocking…” það er hakað við allar þessar útgáfur í Exceptions og ég hef líka prófað að slökkva á firewallinum og ekkert virkar.

Ef maður fer í troubleshoot þá er “Key Ports..” með upphrópunarmerki hjá sér og það stendur fyrir neðan: “This could be due to improper proxy or firewall settings..”.

Einsog ég sagði fyrir ofan er ég búinn að reyna allt sambandi við firewallinn sem ég veit um. Ég hef reynt að finna eitthvað sambandi við “Proxy Settings” hjá mér en ég hef ekki fundið neitt sambandi við þær stillingar.

Vona virkilega að einhver ykkar geti hjálpað mér þar sem ég einsog margir aðrir líkar ekkert æðislega vel við windows messenger.
Takk.