Er að reyna að strauja tölvuna mína, sem er Dell dimension 8400 en lenti í vandræðum. Þegar tölvan hefur verið bootuð upp á windows disknum er allt eðlilegt til að byrja með.
Þessar upplýsingar fann ég hér á hugi.is:

Eftir ræsingarskjámyndina muntu vera beðinn um að ýta á takka að eigin vali til að ræsa af geisladisknum, og það gerir þú auðvitað.

Nú ræsar tölvan stillingarumhverfi af geisladisknum. Þetta umhverfi kannar vélbúnað vélarinnar til að athuga hvort einhver sérstakur vélbúnaður sé í henni sem þurfi að gera ráð fyrir.
Í gráu línunni neðst á skjánum mun á tímabili birtast beiðni um að ýta skuli á F6 ef RAID er til staðar í vélinni og virkt. RAID er sjaldnast virkt í vélum nema notendur viti af því. Þú getur því hunsað þessa beiðni. Hún mun hverfa eftir nokkrar sekúndur.

Þegar windows stillingarumhverfið er tilbúið munt þú fá byrjunarstillimynd á skjáinn.
<img src="http://kasmir.hugi.is/kasmir/umsjon/synamynd.php3?uname=izelord&myndnafn=uppsv3.jpg">

Ýttu nú á ENTER takkann á lyklaborðinu til að komast áfram í uppsetningarferli windows.
Stillimyndin fyrir windows XP er hugsanlega eilítið öðruvísi en gengur þó út á það sama.
Mundu að lesa allar ábendingar sem stillimyndir koma með, þar sem þetta er grunnuppsetning tölvunnar og mikilvæg fyrir virkni hennar.

Við það að ýta á ENTER mun uppsetningarumhverfið birta End-user license agreement for Microsoft Desktop.
Þú ýtir á F8 til að komast áfram.

Þegar þarna er komið við sögu og ég ýti á enter þá segist setupið ekki finna neinn harðan disk í vélinni. Kannast einhver við þetta? og hefur einhver lausn við þessu?