Góðan og blessaðan dagin!
Þannig er mál með vexti að Windows Media Player 10 var eitthvað að væla yfir nýrri uppfærslu. Ég samþykkti það bara eins og ekkert var en þegar ég skoðaði málin betur þá var verið að sækja Windows Media Player 11. Jæja, allt í fínasta.
En svo þegar ég ætla að opna einhverja fæla biður Genuine Advantage draslið um að validate'a mína uppsetningu. En því miður er ég víst ekki með ‘löglega’ útgáfu af Windows XP eins og þetta forrit kom því svo skemmtilega fram, og get því ekki opnað Windows Media Player.
Langaði mig því að spyrja ykkur hér, vitið þið nokkuð leið til að komast fram hjá þessari Genuine Advantage vörn í Windows Media Player 11?
Kær kveðja,
Rusty