Microsoft hefur varað við öryggisgalla í ritvinnsluforritinu Word, varar fyrirtækið notendur við því að opna word skjöl, jafnvel frá þekktum aðilum, þar til lagfæring hefur verið gefin út. Ef sýkt skjal er opnað mun vera mögulegt að ná stjórn á viðkomandi tölvu með því að notfæra sér galla í Word.
Öryggisgallinn er svokallaður ,,zero-day” galli, þ.e. villa sem ekki uppgötvast fyrr en óprúttnir notfæra sér hann og er því engin lagfæring til við honum enn.
Gallann er að finna í flestum nýrri gerðum Word, þ.á.m. Microsoft Word 2000, Microsoft Word 2002, Microsoft Office Word 2003, Microsoft Word Viewer 2003 og Microsoft Word 2004 fyrir Macintosh. Einnig er gallinn í Microsoft Works 2004, 2005 og 2006 skrifstofupökkunum þar sem Word fylgir þeim.
Óhætt ætti að vera fyrir notendur að hlaða niður OpenOffice.org, sem er ókeypis og getur opnað og vistað allflest skjöl sem gerð eru fyrir Word og Office pakkann frá Microsoft.
Tilkynningin frá Microsoft (á ensku)
Öryggisgalli í Word
http://mbl.is/mm/frettir/togt/frett.html?nid=1239600