Það er þannig að ég er í smá vanda hérna og var að spá hvort einhver gæti hjálpað mér.
Þannig er mál með vexti að tölvan hefur alltaf virkað fínt og allt í gúddí, en svo núna í morgunn þá gerðist eitthvað. Ég var kominn vel á leið með að starta tölvunni þegar það kemur svona we are sorry that we can´t start your computer bla bla bla plese select one of following eitthvað start normally og safe mode og eitthvað fleira, og ég bara já þetta hefur oft komið áður og vel bara start normally svo kemur windows merkið og það lodast en á eftir því kemur bara eitthvað blátt og eitthverjir stafir sem ég sé ekkert hvað stendur því þetta er í svona 0.5 sek. Og svo byrjar hún bara að starta sér uppá nýtt og þetta heldur svona endalaust áfram. Svo fór ég að tala við félaga minn áðan og hann sagði að þetta kallaðist BSoD eða Blue Screen of Deth sem gæti alveg verið rétt því þetta líkist því s.s. eitthvað í þessa átt http://radio.weblogs.com/0001015/images/2003/02/24/bsod.gif.
Það væri alveg frábært ef einhver sæi sér fært um að hjálpa mér með þetta því ég er alveg í mesta veseni.
p.s. ég er búinn að reyna að prófa alla möguleikana.