Ég veit ekki hvað í fjandanum áhvað að fara upp í rassinn á tölvuna mína en ég er nokkuð mikið pirraður út í hana núna.

Ég var að pæla hvort einhver hefur lent í þessu problemi en ég er ekki mikill win viðgerðarmaður og væri fínt ef einhver gæti bent mér á hvað er að gerast við hana ástina mína.

Fyrsta lagi er húna að vera alveg rosalega slow ef ég nota explorer til að opna skrár. Bæði ef ég hægriklikka á skrá og segi henni td að opna í ultraedit. Þá þarf ég að gjöra svo vel að bíða í slatta tíma meðan hún opnar skránna. Í um það bil mínotu eða svo. Hlutir virka samt næstum eðlilega ef ultraedit er opið og ég drag&droppa skránna yfir í UltraEdit.
Einnig ef ég tvíklikka á sumar skrár eins og .txt og .mov fæla þá tekur það ekki langan tíma að opna en explorer kemur með errorið “cannot find the file ‘c:\\profile.txt’ (or one of its components)….” Samt opnar hún skránna eðlilega.
Sum forrit eins og WS_FTP eru hæg að opna og eru rosalega slow og hang oft. Og slowa niður allt systemið með sér. Ultra-Edit tekur sér gífurlega langann tíma í að opnast einnig.

Svo er annað sem þarf ekki að tengjast en það er rosalega pirrandi fæll í c: rótinni sem heitir cheaters.log og inniheldur textann “Windows renabled” nokkrum sinnum. Og birtist sú skrá alltaf aftur ef henni hefur verið eytt.

Getiði bent mér á hvað ég ætti að prufa við þessum problemum.<br><br>
——————————
Jón Grétar Borgþórsson
http://www.fortisfutura.com/jgb/