Office pakkinn
Um daginn þurfti ég vegna vinnu minnar að uppfæra office pakkann hjá mér. Síðan þá er alltaf að koma upp gluggi: “preparing to install” sem ég þarf að ýta á cancel því annars endar það bara í fullt af öðrum gluggum um að ég geti ekki installað (ég skil ekkert af hverju þetta kemur). Í fyrsta lagi er ég helmingi lengur að kveikja á tölvunni því þetta er svo lengi að cancela og í öðru lagi frýs tölvan mín útaf þessu. Áðan var ég að mæta í sögutíma, ég glósa alltaf í word, og það voru 10 mín. búnar af tímanum þegar ég gat loksins náð að opna skjalið. Þetta kemur alltaf bæði þegar ég kveiki á tölvunni og þegar ég opna microsoft forrit. Þegar ég næ að opna eitthvað skjal opnast fyrst bara forritið og ég þarf að reyna að opna skjalið aftur. Ég er orðin verulega pirruð á þessu og þetta truflar mig í skólanum. Er eitthvað hægt að gera?