Sæl og blessuð. Ég er með í My Videos, möppu þar sem ég geymi allt DVD rippið mitt, af Simpsons, Family Guy og slíkt, nema hvað. Núna undanfarið byrja möppunar þarna alltaf að detta út. Ótrúlega pirrandi. Ef ég ætla að geta horft á einhvern þátt, þá þarf ég að vera ultra snöggur að smella á hann og opna áður en mappan crashar. Og núna stundum gerist það að þetta skilaboð kemur upp: “Dr. Watson Postmortem Debugger has encountered an error and needs to close”. Ég veit að þetta Dr. Watson er debugger forrit frá Windows, en gæti verið að það forrit sé sýkt af vírusi ? Væri alveg ofboðslega til í hjálp. Er með Windows XP fartölvu, hjálpar það eitthvað ? :P (Veit að ég ætti frekar að fá makka, blablabla, en mig vantar hjálp samt!!:P)