Ég var að enduruppsetja Windows XP hjá mér. Það lukkaðist ekki betur en svo að nú er eins og stuðningurinn við að tengjast þráðlausum netum sé horfinn.
Annað, ég get ekki lengur stillt skjáupplausnina mína í 1280*768.
Barinn sem er lengst til hægri (man ekki hvað hann heitir, er á netkaffi, get ekki kíkt á það) þar sérðu hvaða skjákort þú ert með. Hérna fynnur þú síðan drivera. Sérð bara hver framleiðandinn er og velur nýjasta driverinn.
En með þráðlausa netið. Hvernig finn ég hvern ég á að nota. Fór á heimasíðu Dell og fann þar alveg glás af driverum fyrir þráðlaus netkort en veit ekki hvern ég á að nota.
Búinn að prufa það. Búinn að prufa að spyrja vinkonu mína sem á alveg eins tölvu hvaða driverar séu hjá henni. Búinn að prufa að ná í þá og setja þá upp.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..