Hæ,
Ég er að reyna að skoða síðu sem er skipt í 2 frames. Efri hlutinn er í raun bara láráttur menu með einhverjum 8 linkum og restin er gluggi þar sem síðunnar birtast. Þetta virkar fínt í IE en í Firefox 1.0.6 þá birtist mjög tilgangslaus scrollbar í efri rammanum og hylur næstum alla linkanna því að sá frame er ekki mjög hár. En þessi scrollbar er alveg tilgangslaus, ekki hægt að scrolla til hægri né vinstri, sést ekki einu sinni bláa stöngin sem maður notar til að scrolla.
Því miður get ég ekki sent slóðina að síðunni því þið komist ekki inná hana. Þetta er samt ekki síða sem ég bjó til.
Einhver sem þekkir þetta vandamál?