Ég setti upp Windows ME um daginn sem er ekkert til frásögu færandi, setti einnig upp directx 8 sem ég náði í á netinu. Þegar ég starta win núna þá fæ ég upp þau villuskilaboð að VxP eitthvað hlaðist ekki inn (man ekki nákvæm skilaboðin, er að skrifa þetta í vinnunni, ekkert net heima)
Þetta veldur því amk að 3dfx glide virkar ekki í quake II (nostalgíuflipp hjá mér) eða öðrum leikjum sem vinna í 3d.
(European Air War)

Ég er með Ace
300mhz amd k6
64mb innra minni
S3 Virge skjákort

Er einhver leið til að taka þessa útgáfu af directx út? Ég hef reynt að setja inn directx sem fylgir með leikjum (directx 6 td)
en ekkert hefur breyst.
—–