Ég hef glímt við fáránlegt vandamál hvað varðar tölvuna mína. Um daginn fékk ég notað skjákort og voodoo 2 hraðal í tölvuna mína, (gamla kortið mitt gafst upp) Ég setti inn driver fyrir skjákortið og gekk það að óskum. Svo henti ég inn driver fyrir voodoo kortið og rebootaði. Í bootinu hlóðust helstu skrár inn fínt, þar til (að ég held) win fælarnir fóru að hlaðast. Þegar skjámynd win98 kemur upp þá virðist harði diskurinn eins og hiksta og stoppa,, allt frýs, ég get ekki warmbootað, ekki einu sinni slökkt á pésanum nema ég ýti á restart takkann.

Stuttu seinna fékk ég lánaða prufuútgáfu af Windows 2000 og henti inn. Allt gekk að óskum þar.

Í gær ákvað ég að ég nennti engu hangsi, setti mikilvægustu persónuleg skjöl og myndir á floppy, formataði harða diskinn og setti Windows 98 aftur inn.
Install gekk vel fyrir sig, en svo stoppaði allt þegar win restartaði í annað skiptið til að hlaða inn drivera og stuff, með sama hætti og fyrst!!!!
Registryið í windows hjá mér var í hálfgerðri klessu í byrjun og hélt ég að það ættti sök að máli. En nú, þó ég formataði fjandans C: þá kemur þetta aftur upp!!!

Ætti ég að redda mér nýrri útgáfu af windows?
—–