Svokallað “Desktop crash” :)
Þetta getur orsakast af svo mörgum þáttum að nánast útilokað er að segja nákvæmlega hvers vegna það gerist, án frekari upplýsinga.
Athugaðu t.d.:
Skjákortið hjá þér vs. recommended fyrir leikinn.
Prófaðu að uppfæra drivera fyrir skjákort og hljóðkort.
Ertu með nýjustu directX útgáfu?
Prófa að minnka grafík í leiknum (upplausn, texture, shading og fleira sem boðið er uppá)
Prófa að minnka hljóðgæði.
Hefurðu prófað að reinstalla leiknum?
Svo getur verið að eitthvað sé bilað, eins og t.d. minniskubbur/-ar, harði diskurinn (gæti þá lagast við reinstall), biluð vifta (sem þýðir ofhitnun og reyndar oftast frost eða reboot).
Svo getur hugsast að það sé eitthvað conflict við önnur forrit sem eru keyrandi?
Svo má auðvitað tékka á Google. Leita t.d. að: Hitman 2 desktop crash, eða: Hitman 2 problem. Nota bara hugmyndaflugið, þú finnur örugglega eitthvað - kannski ekki akkúrat það sem er að plaga þig, en kannski færðu einhverjar fleiri hugmyndir til að prófa allavega :)
0100100100100000011000010110110100100000010001000110000101110110011010010110010000100001