Jæja, ég á í því skemmtilega vandamáli, að þegar ég er að gera eitthvað, segjum t.d. að ég er í einhverjum leik, og loading screen kemur upp, svo þegar þetta klárast að loadast byrjar tölvan bara að gefa þetta “skemmtilega” alarm hljóð.
Veit að þessar upplýsingar eru ekkert…voða nákvæmar, var bara að “vona” að einhver annar hefði lent í einhverju svipuðu.
Tölvurnar mínar: NES, 2x SNES, N64, Sega Genesis, Sega Dreamcast, PS1, PS2, GameCube, Gameboy Color, Nintendo DS, Nintendo Wii.
Nei það er rétt hjá þér að þessar upplýsingar eru ekkert voðalega nákvæmar :)
Það sem mér dettur í hug er að hugsanlega er eitthvað að ofhitna hjá þér. Lausn á því getur verið að ryksuga tölvuna og/eða skipta um viftu/r.
Svo getur hugsast að þetta sé lyklaborðsbufferinn sem er að fyllast. Lausn á því er einfaldlega að disabla PC-Speaker. Þetta er gömul arfleifð frá því að tölvur voru ekki með alvöru hljóðkort, heldur bara svona “pípara”.
Ef það er ekki annaðhvort þessara atriða, þá þarftu líklega að koma með aðeins betri lýsingu á þessu hljóði og eins í hvaða tilfellum það kemur :)
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..