Jæja, einhver andskotans spyware kominn inn á tölvuna mína og er farinn að pirra mig.

Byrjaði á einum 2 popupum með einhverju millibili, fyrst casino & síðan spyware remover download (augljóslega ekki venjulegur popup samt, eitthvað sem spywarið ákvað að senda upp, augljóst að þetta forrit getur ekkert gert í þessum spyware)

Síðan bara skemmtir þetta sér í tray, blikkar á milli rauðs hrings með skástriki (svona stop/nei merkis) og græns merki af manni í hjólastól og út úr því poppar:

Your computer is infected!
Critical system error!
System detected virus activities. They may cause critical system failure. Please, use antimalware software to clean and protect your system from parasite programs. Click here to get all available software.

Æðislega sniðugt, spyware sem linkar á crap spyware software… en þetta pirrar mig óendanlega og ég vil losna við þetta, búinn að:

Scanna & Deleta með AVG FREE (vírusvörnin sem ég nota)
Scanna & Delete með Spybot - Search & Destroy (Spyware drasl sem vinur minn sem er ansi flinkur á tölvur benti mér á)
Scanna bæði fyrir Ads & Detailed á allan diskinn í Ad-Aware (sami vinur minn sagði mér að nota það)
Full scan með Ewido (again, vinurinn)
Og að lokum keyra SmitRem (og enn og aftur vinurinn)

en þetta er ennþá þarna í tray, keyrði skönnin í safe mode, alltaf full en ekki quick skan.

Takk fyrir að lesa og ég vona að þig getið hjálpað :)