Accessories
Þannig er mál með vexti að ég fékk einhvern vírus í tölvuna fyrir nokkrum dögum og notaði ótrúlegustu aðferðir við að eyða honum út… Það virðist sem ég hef eytt einhverju mikilvægu út því þegar ég ætla að fara í “Volume Control” þar sem maður getur stillt allt hljóðið í tölvunni, þá er það ekki þarna, ekki heldur Calculator, Sound Recorder, Paint og þessir hlutir sem eru allflestir í Accessories… Basically Allt í “Entertainment” flipanum, mestallt í “Accessibility”, einhverjir smáhlutir eins og Paint, og svo allir innbygðu leikirnir(games) eru horfnir líka… Vil bara fá einhverjar uppástungur svo ég fer ekki að gera einhverja vitleysu. (Þarf líka nauðsynlega að nota Volume Control og Sound Recorder).