Já sá leiðinlegi hlutur gerist mjög oft að þegar ég er búinn að gera shut down windows og blái skjárinn kemur þar sem stendur windows is shutting down, þá frýs tölvan mjög oft og þá þarf ég að halda shuttdown takkanum á tölvunni til að slökkva á henni( hefur það ekki slæm áhrif á tölvuna?). Stundum gerist þetta ekki en svo koma tímabil þegar það gerist svona þrjú skipti í röð þegar ég reyni að slökkva og þá frýs hún.

Ég held að þetta sé varla tölvunni að kenna þar sem hún er býsna ný en það gæti alltaf eikkað verið að. Einn vinur minn hélt að kannski væri þetta einhver galli í windows kerfinu sem gerist fyrir sumar tölvur. Ef svo er gæti þá einhver komið með uppástungur hvernig ég ætti að laga þetta.

Held þetta sé ekki vírus eða trojan þar sem ég er með trend-micro pccilling vírusvörnina og leita oft og svo nota ég ad-ware til að leita aðð trojans og spyware og zonealarm sem eldvegg. og já ein spurning enn hvort er betri eldveggur, eldveggurinn í pc micro eða zonealarm?

Með von um að einhver góð svör komi
Timeless