Jæja, það hlaut að koma að því að það yrði allt vitlaust á þessum korki ;) (Go Tran, go) . :)

Ég er að spá hvað sé Warez og hvað ekki.
Ég hef keyrt öll stýrikerfi frá Microsoft (nema XP) og öll hafa þau komið frá original diskum. Allt frá 3.0 upp í 2000. NT og 2000 hef ég keypt en hin fengið gefins (á original diskum frá MS). XP hef ég dl. í mörgum útgáfum en ekki nennt að setja inn.

Svo, eins og flestir hard core tölvunotendur, þá er ég með hrúgu af illa fengnum forritum inn á vélinni minni. Allt frá Photoshop yfir í office pakkann. Verð á þessu dóti er allt of dýrt fyrir hinn venjulega heima-hobbí-notanda. Þó hef ég keypt slatta af forritum fyrir mig persónulega (Norton, 1Disk + fl.). Flest þessi forrit eru ódýr, 10 - 50 USD.
Hins vegar reyni ég að hafa öll forrit sem ég nota í vinnunni lögleg.

Að mínu mati er ekki “alvarlegt” brot að vera með forrit á heimilis tölvunni sem eru kanski ekki 100% löglega fengin útgáfa. Menn eru að grúska og prófa sig áfram í Photoshop, Corel, AutoCad og fl. rándýrum forritum. Þetta finnst mér ekki “svo” alvarlegt.
Hins vegar þegar menn eru að nota forrit í sinni vinnu og þannig þá finnst mér að það eigi skilyrðislaust að kaupa sér forritin að verða sér út um þau löglega.

Bottom point…
Þannig að að mínu mati er warez ekki það sama og warez ;). Allavega að mínum skilningi.

ps. Vona að þessi póstur verði ekki deletaður eða læstur eins og oft hefur gerst hér þegar þessi mál eru rædd. Þetta breytir því ekki að ég tek fullt mark á skilaboðunum á forsíðunni. Það á ekki að birta hér linka á warez, ftp eða Hotline síður né serial númer. Þó svo að menn séu að spyrja um hjálp með photoshoppið eða Win2000'ið sitt þá á ekki að þurfa að sanna að þetta séu löglegar útgáfur. Það er mál notandans eins ásamt hugbúnaðar framleiðandans, ekki Fragga og reyksins ;-)
Hvert er þitt álit?

Jæja, síminn er búinn að hringja 100 sinnum meðan ég skrifaði þetta þannig að maður er stundum “lost” en hendi þessu samt inn svona…

BOSS
There are only 10 types of people in the world: