ég fór að pæla í hvað geti verið að þegar windowsið í tölvun hættir bara að virka eða fer allt í klessu. það hefur komið nokkrum sinnum fyrir hjá mér og ég hata það, ég er nokkuð viss um að það sé ekki útaf vírus því ég opna alldrei e-mail og er alldrei á neinum síðum né neitt þannig :-/ þannig að ég efa að ég hafi fengið vírus…
þetta er var farið að fara frekar mikið í taugarnar á mér þannig að ég var bara kominn með sér harðandisk sem ég hef ekkert á nema windowsið og ef það fer í klessu eða eitthvað þá bara set ég þetta upp á nýtt. en harðidiskurinn sem ég er með windowsið á er frekar gamall og ekkert voðalega vel farinn held ég, hann er kannski 2 eða 3 ára og suðar eins og andskotinn, enginn smá hávaði í honum og haldiði að það geti haft einhver áhrif ?
og svo að lokum þá gerðist það fyrir stuttu að þegar ég kveikti á tölvunni þá kom bara blár skjár og stóð eitthvað “bad system config info” eða eitthvað.. og svo fullt af rugli fyrir neðan, mér var sagt að windowsið gæti hafa verið í klessu og ég nennti ekkert að spá í því meir og setti það bara aftur upp og nú er allt í lagi nema 1 sem ég hef alldrei lent í áður… alltaf þegar ég kveiki á tölvunni þá þarf ég alltaf að hafa windows diskinn í, annars kemur bara eitthvað kjaftæði og vitið afhverju það er ?
og ástæðan fyrir því a þetta kemur núna en ekki í öll hin skiptin er af því að í seinasta skipti sem ég installaði windows þá notaði ég einhvern annann disk sem ég átti ekki og hef ekki notað áður…
getur einhver hjálpað mér ? og hvað á ég að gera til að þurfa ekki að hafa windows diskinn alltaf í ?
:P veit þetta er mikið en yrði mjög þakklátur ef einhver gæti hjálpað :)