Kannski bara tilfinningalegs eðlis - og kannski hefur acdsee breyst frá því ég notaði það síðast (eru nokkur ár síðan). En mér fannst það einhvernveginn alltof þungt og klúðurslegt í notkun bara á sínum tíma.
IrfanView er létt og þægilegt og gerir allt sem ég þarf, s.s. resize, batch rename og resize, crop, conversion á milli myndaformata. AcDSee gerir þetta kannski allt saman í dag - og er kannski (vonandi) orðið skemmtilegra í notkun.
Ég mæli með því að þú prófir bæði og veljir svo bara það sem þér finnst þægilegra :)
IrfanView færðu t.d. hér á Huga (
http://static.hugi.is/essentials/myndvinnsla/irfanview/ ) - svona ef þú vilt prófa.