Ertu með win9x/ME? Ef svo er opnaðu þá dosglugga og farðu í i386 directory á win2K geisladisknum og skrifaðu winnt32 /checkupgradeonly og þá keyrir tölvan þín setup forritið og kannar hvort að tölvan ræður við að keyra win2K og segir þér hvað vantar drivera fyrir einnnig lætur það vita hvort einhver forrit verða til vandræða.
Ég mæli með því að þú takir “clean install” ekki “upgrade”. Til þess þá þarftu að byrja á að athuga hvort að þú eigir ekki öll forrit sem þú þarft að setja upp að nýju á vélinni svo sem office og slíkt. Því næst læturu vélina ræsa af Win2K geisladisknum og beinir henni á new install og velur svo bara directory til að setja þetta upp á. Ástæðan fyrir að ég mæli með að setja upp “clean install” er að win9x er hrikalegur sóði með registryið og tekur ekki almennilega til í því þegar forritum er uninstallað og getur þetta valdið því að vélin er lengi að ræsa sig. Ef það eru einhver gögn á diskinum sem meiga ALLS ekki glatast þá er rétt að taka öryggisafrit af þeim áður en þú byrjar.
Svo þegar þú ert viss um að allt er komið á milli kerfanna sem þú vilt halda í þá eiðir þú bara út directoryinu sem win9x er í og færðu þá HEILMIKIÐ diskapláss til baka.
Ef þig vantar drivera þá er best að fá þá á heimasíðum framleiðenda búnaðarins, einnig er hægt að fá drivera fyrir flestan búnað á
http://www.driverguide.com/. Það er mjög gott að vera með nýjustu driverana fyrir allan búnað þrátt fyrir að setupforritið setju ekkert út á það í /checkupgradeonly hér að ofan.
ATH. að win2K vinnur fínt á FAT32 eins og win98 þannig að þú átt ekki að þurfa að færa gögn á milli kerfanna heldur bara forritin sem þú notar til að vinna með gögnin.
Ég vona að þetta komi þér að einhverju gagni
Seoman
MCP