HMMM ertu með fasta IP-tölu eða færðu úthlutaða einhverja 10.10.10.x tölu sum forrit svo sem Net Meeting geta lent í vandræðum ef þú ert ekki með IP-tölu sem er lögleg út á internetið 10.10.10.x er svokallað “privat” net og er ekki löglegt á internetinu og fer því tengingin þín gegnum NAT til að senda allt út á sömu tölunni á internetið. svo þegar þú notar ICS þá tekuru tenginguna þína gegnum NAT hjá þér sjálfum þannig að það getur orðið ennþá erfiðara fyrir þessi forrit að virka.
Prófaðu að sækja um fasta IP-tölu einn mánuð ef þetta er ekki komið í lag þegar MSN kemst aftur í gang það ætti ekki að kosta mikið meira en 500 - 1000 kr og ef þú tekur það einn mánuð þá sérðu hvort þetta hjálpar.
Vona að þetta hjálpi þér eitthvað með þetta
Seoman