Bara að forvitnast.
Verður umræða hér bara um Windowsstýrikerfið sjálf eða líka umræða um Windows forrit.

og svo annað

Hvað finns ykkur um nýju “vörn” Microsoft í bæði Office Xp og Windows Xp.

Var að lesa grein í Tölvuheimi um Office xp og þar er fjallað um nýja vörn sem er þannig að þú getur keyrt Office í 50 skipti og svo eftir það þá þarftu að hringja út eða í umboðsmann hér, og fá “kóda” til að geta haldið áfram að nota þetta. Eins hef ég heyrt að þetta forrit fer yfir tölvuna þegar þú setur bæði Win xp eða Office xp upp og sendi MicroSoft. Þannig að ef þú gerir t.d stóra breytingu á vélinni nýr harðurdiskur eða eitthvað þá getur hún neitað að keyra. Ég veit ekki með ykkur en ég tel að þetta sé svona “stóra bróður” dæmi. Þeir hjá Microsoft hafa sagt að ekki sé nein gagnasöfnun á sér stað. Eru MS menn hræddir við “afritun á hugbúnaði”, ég tel að þegar bæði WIn og núna þegar Office kemst meira í notkun á almennum markaði að þá verði þetta brotið upp.

Gaman væri að sjá skoðanir notenda hér á huga.is um þetta mál.

Seppi