En já, það væri gott að vita hvað það var sem þú gerðir til að fá office til að bila. Nefndu allt sem þér dettur í hug, sama hve fráleitt þér finnst það. Tiltölulega stabíll hugbúnaður eins og office bilar ekki bara upp úr þurru held ég.
Sjálfum dettur mér helst í hug að þú hafir fært office pakkann til á harða disknum án þess að nota install forritið. Þ.e.a.s. fært alla möppuna með office pakkanum/Program Files eða álíka til handvirkt. Það er allavega bannað sko því þá er voðinn vís.
Ef sú er raunin skaltu færa office pakkann aftur til baka og reyna að uninstalla eftir það.
Í millitíðinni, ef það er erfitt fyrir þig að vera án word o.þ.h., vil ég benda þér á OpenOffice.org 2.0 beta2, sem er nokkuð sambærilegur hugbúnaður og getur nýst þér þar til hitt kemst í lag. Pakkinn allur er einungis um 100MB í niðurhal, forritin eru örlítið lengi að ræsa sig en þarna eru forrit sem svipa til word, excel, power point, publisher o.fl. og vert að kynna sér þetta því þetta er 100% ókeypis.
Sjá nánar:
http://www.openoffice.orgInnlent niðurhal á skrána:
http://draupnir.rhnet.is/pub/OpenOffice/stable/2.0beta2/OOo_2.0beta2_Win32Intel_install.zip