Þetta er allt eitt stórt samsæri! Losaðu þig úr klóm M$ áður en það verður um seinan. LINUX SEGI ÉG LINUX.
En já, svona í alvöru talað. Gerist þetta bara þegar þú notar windows media player eða bara með alla spilara yfir höfuð (t.d. vlc)? Vertu viss um að vera með nýjustu útgáfu media player (v.10) og ef það virkar ekki skaltu ná þér í VLC af
http://www.videolan.org og prófa að nota hann á þessar skrár.
VLC ætti ekki að vera verri í avi-afspilun. Satt að segja er hann líklega betri í öll myndbönd nema real media, windows media (ekki alveg jafngott og media player) og quicktime að ég held. Gæti verið eitthvað fleira en það er þá fátt miðað við allt sem hann ræður við. Einnig getur hann spilað flestar ókláraðar skrár, DVD, sjónvarp símans gegnum ADSL (ef þú ert með tengingu frá þeim og bara þær rásir sem þú hefur býst ég við, hef bara heyrt af þessu) o.fl.