Jæja þá ákveð ég að setja smá pistil inn hérna þar sem að ég er notandi á windows, linux og Mac OS.
Mun ég horfa á þetta frá novice point og view.
Kostir og gallar windows:
Einn af þeim kostum sem margir sjá við windows er hve auðvelt er að fá forrit og leiki fyrir það, einnig hvað það er “stupid”-user friendly. Það getur nær hver sem er kveikt á tölvu og komist áfram með windows.
En einn af helstu göllum windows er hve óstöðugt það er, er ég þá ekki að tala um windows 2000 því það er frekar stöðugt.
Kostir og gallar Linux:
Linux sem stýrikerfi hefur ótrúlega marga kosti og ætla ég ekki að reyna fara út í þá núna, en það helsta sem mér dettur í hug er hve létt það er í keyrslu, þá er ég ekki að tala með X. Linux er user friendly, endurtek USER friendly _EKKI_ stupid user friendly eins og windows er.
En síðan aftur á móti kemur galli í linux ef fólk hefur í hyggju að nota það sem vinnustöð með gluggakerfi(X) og er það vegna þess að Xið þarf hraða vél til að vinna eins og á að gera(smooth). Þó að flest forrit eru ekki til í linux þá er hægt að runna þau flest með Wine (Window emulator).
Mac:
Hef ég notað Macca soldið en ekkert að ráði.
Helsti kostur sem ég sé við maccana er vélbúnaður þeirra.
Hægt væri að setja MacOS og Linux í svipaðan “User friendly” flokk því það er ekkert mál að geta farið í bæði stýrikerfi og gert basic hluti en fólk ætlar að gera einhverja hluti sem eru komnir út fyrir þetta basic usage thingie þá þarf að vera með smá reynslu og þekkingu á stýrikerfinu.
Annað varðandi Windows þá vill ég taka það bara fram að þau Windows sem rúla hreint eru 3.11 með network support, Win95(USB update) og Win2k.<br><br>:: blindur
:: BNS / blindbylur
::
http://blindur.multiplayer.org