ok… það sem gerðist er að um miðjan maí þá lagði ég tölvunni minni… var síðan að tengja hana núna á mánudaginn og þá kom automatic windows update upp nátturlega… ég leyfði því nátturlega að kláras viss um að þau þarna hjá microsoft hefðu fundið marga galla á þessum 3 mánuðum… síðan installast þetta og allt í lagi með það biður mig að reseta og ég geri það.

en síðan þegar windows ræsir sig upp þá er ekkert hljóð… og þegar ég fer í styrkstilling(volume control) kemur

“Engin virk blöndunartæki eru tiltæk. Til að setja upp blöndunartæki er farið á Stýriborð, smellt á prentarar og annar vélbúnaður og síðan smellt á bæta við vélbúnaði.”

allt lýtur eðlilega út, sýnist mér í device manager.

síðan birtast forritin einhverja hluta vegna ekki þarna niðri við hliðina á ræsa(start) hnappinum, get nátturlega notað bara shift+tab aðferðina en leiðinlegt að sjá ekki hvað er opið.

einhver sem kannast við þessu vandamál hér?

takk

Sindri Baldu
snoram