Já Steini, núna ertu loksins kominn með stóra bróðir á tölvuna þína. Ekkert kid stuff hérna.
W2K er náttúrulega NT kerfi og er ekkert að ræsa óþarfa forritum í startupinu. Eða þ.e.a.s. þannig lagað, að vísu er startup mappa sem hægt er að setja forrit í til ræsingar við startup, en forrit sem ræsast í bakgrunni kallast servisar og til að stjórna þeim þá hægri smellir þú á My Computer og velur Manage.
Þarna ertu kominn í stjórnborðið fyrir vélina þína.
Undir Services and Applications er konsóll til að stjórna því hvernig servisarnir ræsast. Þar getur þú stjórnað því hvort þeir ræsast, en ég vara þig við ekki fikta of mikið í þessu án þess að hugsa. Skoðaðu properties fyrir servisana til að sjá hvað þarf að vera í gangi til að þeir virki, og hvað krefst þess að þeir séu í gangi. Gangi þér vel