Mjah, án tillits til skoðana minna, skal ég segja þér að mér finnst magnað að þetta áhugamál skuli líta dagsins ljós.

Mér finnst það reyndar mjög jákvætt. Fyrsti pósturinn var titlaður “ojjjjjjjjjjjj”, og mér finnst það eiginlega segja það sem segja þarf, án þess að ég þurfi sjálfur að blanda mér í málið.

Án fordóma og trúarbragða skal ég fyrst taka fram að Windows er mesta bull stýrikerfi sem ég hef nokkurn tíma kynnst (þó að NT 4 sé afsakanlegt), en þó í öðru lagi skal ég glaður hjálpa þeim sem sjá ástæðu til að púkka upp á þetta hland, hvert svosem vandamálið er, á meðan ég get aðstoðað við að leysa það.

En rétt skal vera rétt. Ég ætla ekki einu sinni að mæla með Linux. Ég ætla einfaldlega að segja, ef þú átt við vandamál að stríða; Prófaðu *eitthvað* annað. That oughta do the trick.<br><br>Friður.

<A HREF='mailto:helgi@binary.is'>Helgi Hrafn Gunnarsson</A>
helgi@binary.is